Týndar dúfur

Það er ekki óvenjulegt fyrir bréfdúfur að þær lendi og hvíli sig, sérstaklega ef þær voru í þjálfun eða í keppni. Ef þú vilt getur þú gefið fuglinum maís eða ósoðið hrísgrón. Gefið vatn í djúpum disk eða dollu. EKKI GEFA BRÉFDÚFUM BRAUÐ!
Þegar fuglin er búinn að fá mat og vatn, mun hann líklega halda áfram heim til sín. Ef hann hefur borðað og drukkið vel og lítur þokkalega hraustlega út þá er ágætt að gefa honum ekki meira að borða og þá heldur hann heim á leið ekki síðar en 2 dögum eftir að hann fékk síðast að borða.

Eftir nokkra daga eða ef fuglinn er meiddur eða illa farin þá getur það verið nauðsynlegt að ná fuglinum og setja hann í kassa. Ef fuglin er með hring á fætinum er hægt að finna eigandann. Hérna neðar á síðunni eru ártöl sem gerir þér kleift að auðvelda leitina að eigandanum. Þú velur einfaldlega ártalið sem sést á hringnum á dúfunni og þá mun birtast listi yfir númeraraðir það ár og hægt er að finna eigandan á honum.

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010